Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur
Mannréttindaskrifstofan hefur um árabil annast slíka ráðgjöf, innflytjendum að kostnaðarlausu, á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið. Fengin reynsla sýnir að veruleg þörf er fyrir þessa þjónustu. Ráðgjafarviðtöl á síðasta ári voru 544 og voru ýmist veitt á skrifstofu samtakanna eða í gegnum síma. Mest er óskað eftir ráðgjöf vegna umsókna um dvalar- og atvinnuleyfi og varðandi fjölskyldurétt, einkum vegna skilnaðar- forsjár- og umgengnismála, en ýmis önnur mál koma einnig við sögu, svo sem ráðgjöf og ýmis önnur mál sem snúa að félagslegum réttindum innflytjenda.
Á fundinum var fjallað almennt um helstu áskoranir sem lúta að stöðu innflytjenda og má þar nefna stöðu innflytjenda á vinnumarkaði sérstaklega. Kom meðal fram að vonir standi til að jafnlaunavottunin muni tryggja að innflytjendur njóti sömu launa fyrir sömu vinnu óháð uppruna eða þjóðerni.
Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands við innflytjendur er veitt í húsnæði skrifstofunnar, Túngötu 14, á þriðjudögum kl. 14-19 og á föstudögum kl. 9-14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720 eða í tölvupósti: [email protected].