Hoppa yfir valmynd
7. september 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Þunglyndislyf – árangur í lækkun lyfjakostnaðar

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um 488 milljónir króna á einu ári miðað við síðustu 12 mánuði á undan. Fjöldi þeirra sem nota þunglyndislyf hefur ekki breyst heldur má rekja árangurinn til aukinnar notkunar hagkvæmari lyfja vegna breyttra reglna um greiðsluþátttöku og nýrra samheitalyfja. 

Kostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna þunglyndislyfja hefur lækkað um 488 milljónir króna á einu ári á tímabilinu 1. júní 2010 – 31. maí 2011 miðað við síðustu 12 mánuði á undan. Fjöldi þeirra sem nota þunglyndislyf hefur ekki breyst heldur má rekja árangurinn til aukinnar notkunar hagkvæmari lyfja vegna breyttra reglna um greiðsluþátttöku og nýrra samheitalyfja.

Þetta kemur fram í Fréttabréfi Sjúkratrygginga Íslands sem kom út í dag. Þar kemur einnig fram að á síðstliðnum 12 mánuðum hafa um 32 þúsund einstaklingar fengið ávísað þunglyndislyfi sem er svipaður fjöldi og á sama tímabili á undan.

Lækkun kostnaðar stafar af breytingum sem gerðar voru á greiðsluþátttaku sjúkratrygginga vegna þunglyndislyfja 1. júní 2010 þannig að eingöngu hagkvæmustu pakkningar af þunglyndislyfjunum eru með almenna greiðsluþátttöku.  Ef hagkvæmustu lyfin reynast ófullnægjandi geta læknar sótt um lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfjum sem hafa ekki almenna greiðsluþátttöku.

Í kjölfar breytinganna hefur notkun á hagkvæmari lyfjum aukist en mestu hefur skilað að verð á nokkrum lyfjum hefur lækkað, bæði vegna breyttra reglna auk þess sem ný samheitalyf hafa komið á markaðinn.

Á vef Sjúkratrygginga Íslands er fjallað nánar um málið og birtar myndir sem sýna þróun á kostnaði og notkun þunglyndislyfja á umræddu tímabili.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta