Hoppa yfir valmynd
8. september 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Endurskoðun reglna í tengslum við einelti á vinnustöðum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað nefnd sem falið  hefur verið að endurskoða reglur sem fram koma í lögum og reglugerðum  í tengslum við einelti á vinnustöðum, þar á meðal vegna kynferðislegrar áreitni.

Nefndinni er jafnframt ætlað að fjalla um álitaefni sem upp hafa komið í tengslum við einelti á vinnustöðum, þar á meðal samspil laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig skal hún fjalla um efni rammasamnings Evrópusamtaka launafólks og Evrópusamtaka atvinnurekenda frá árinu 2007  í tengslum við einelti og ofbeldi á vinnustöðum. Í samningnum er kveðið á um meginreglur ákveðinnar aðferðafræði við að fyrirbyggja og bregðast við einelti og ofbeldi á vinnustað ef slík mál koma upp.

Formaður nefndarinnar er Bjarnheiður Gautadóttir, skipuð af velferðarráðherra. Aðrir nefndarmenn eru:

  • Maríanna Traustadóttir, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
  • Maríanna H. Helgadóttir, tilnefnd af Bandalagi háskólamanna
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, tilnefnd af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
  • Tryggvi Hallgrímsson, tilnefndur af Jafnréttisstofu
  • Hafdís Dögg Guðmundsdóttir, tilnefnd af Kennarasambandi Íslands
  • Helgi Viborg, tilnnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Jón Rúnar Pálsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
  • Ágústa Hlín Gústafsdóttir, tilnefnd af starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis
  • Steinar Harðarson, tilnefndur af Vinnueftirliti ríkisins 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta