Hoppa yfir valmynd
8. september 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um framtíðarskipan atvinnumála fatlaðs fólks.

Hlutverk starfshópsins er að fara yfir og skilgreina hvað telst vera atvinnutengd endurhæfing einstakra hópa í skilningi laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Starfshópnum ber að skila ráðherra skýrslu um störf sín fyrir árslok 2011.

Formaður starfshópsins er Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skipuð af velferðarráðherra. Aðrir sem þar eiga sæti eru:

  • Þóra Þórarinsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp
  • Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Gissur Pétursson, tiln. af Vinnumálastofnun
  • Þorsteinn Jóhannsson, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta