Hoppa yfir valmynd
30. maí 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fjarskiptaöryggi sjófarenda eflt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur gert breytingar á reglugerð nr. 53/2000 um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa. 

Í reglugerðinni var gert ráð fyrir notkun tiltekins búnaðar, þ.e. INMARSAT gervihnattakerfisins. Kerfið var áður rekið af hálfu alþjóðastofnunar um notkun gervitungla í siglingum en er í dag rekið af fyrirtæki í einkaeigu. Með breytingunum verður nú heimilt að notast við hvern þann búnað sem hlotið hefur viðurkenningu sem alþjóðlegt neyðar- og öryggiskerfi fyrir sjófarendur.

Breytingarnar jafna samkeppnisstöðu fjarskiptafyrirtækja á þessum markaði og auka valfrelsi notenda á fjarskiptabúnaði. Þá munu breytingarnar einnig auka öryggi sjófarenda, þar sem nú verður heimilt að notast við fjarskiptabúnað sem nær betur til hafsvæða í norðurhöfum, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum