Samið um inflúensulyf
Neyðarbirgðir af inflúensulyfinu Relenza verða ávalt til í landinu til að bregðast við hættulegum inflúensufaraldri. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag milli fyrirtækisins Glaxo Smith Kline ehf og heilbrigðisyfirvalda, en það er sóttvarnalæknir sem formlega semur við fyrirtækið um neyðarbirgðir lyfsins með heimild ríkisstjórnarinnar. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir og Hjörleifur Þórarinsson, forstjóri Glaxo Smith Kline ehf undirrituðu samkomulagið í dag. Um er að ræða viðbótarbirgðir þessa lyfs umfram það sem áður hafði verið samið um.