Þjónusta við geðfatlaða
Áfangaskýrsla um aukna og bætta þjónustu við geðfatlaða liggur fyrir og var hún kynnt blaða- og fréttamönnum í dag. Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra, og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynntu skýrsluna í dag ásamt formanni starfshópsins sem tók hana saman, Dagnýju Jónsdóttur, alþingismanni. Meðal þess sem ráðherrarnir og formaður starfshópsins lögðu áherslu á við kynningu skýrslunnar var stefna félagsmálaráðuneytisins í málefnum þeirra sem búa við fötlun og Helsinki-yfirlýsinguna sem undirrituð var í janúar 2005. Þar er lögð áhersla á þjónustu utan stofnana og virkari þátttöku geðfatlaðs fólks í samfélaginu með aukin lífsgæði að markmiði.