Árangur í heilbrigðisþjónustu: Ungbarnadauði hvergi minni
Hvergi er ungbarnadauði undir þremur af hundraði nema á Íslandi. Þetta kemur fram í tölfræðiupplýsingum Hagstofunnar. Þar kemur fram að aðeins tíu börn dóu á fyrsta ári í fyrra, sex drengir og fjórar stúlkur. Í frétt frá Hagstofunni segir m.a. : “Samkvæmt meðaltali undanfarinna fimm ára er ungbarnadauði 2,5 af 1.000 fæddum. Hér skipa Íslendingar sér í fremstu röð þjóða heims, en hvergi annars staðar er ungbarnadauði nú undir 3 af 1.000. Annars staðar á Norðurlöndum er hann lægstur í Svíþjóð og Finnlandi (3,1) og hæstur í Danmörku (4,4). Utan Norðurlanda er ungbarnadauði nú minnstur í Japan (3,0)."
Sjá nánar á vefsíðu Hagstofunnar: http://www.hagstofa.is/?PageID=95&NewsID=1453