Hoppa yfir valmynd
30. mars 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Skaðsemi reykinga á dagskrá framkvæmdastjórnar ESB

Framkvæmdastjórn ESB undanfarið staðið fyrir margskonar herferðum til að vekja athygli á skaðsemi reykinga. Nýjasta átakið heitir HELP – For a life without tobacco. Markmiðið með átakinu er að vekja sérstaka athygli á skaðsemi reykinga beinna og óbeinna. Í tengslum við átakið verða ýmsar uppákomur víða í ríkjum ESB sem standa til loka nóvember. Meðal annars verður komið upp sérstöku tjaldi þar sem almenningur getur komið við og látið mæla koldíoxíð-stig í líkamanum, en koldíoxíð sem ein sígaretta getur gefið frá sér er mun meira en felst í þeirri mengun sem getur verið í stórborgum þegar verst lætur. Sérfræðingar eru til staðar og greina niðurstöðurnar og ráðleggja fólki jafnframt um fyrirbyggjandi aðgerðir. Í tengslum við átak ESB var nýlega sett upp tjald fyrir utan höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Nokkrir framkvæmdastjórar mættu til að láta mæla CO stig, m.a. framkvæmdastjóri heilbrigðismála, Kýpurbúinn Macros Kyprianous, sem hætti að reykja fyrir fimmtán árum. Sagði hann meðal annars við það tækifæri: “I quit smoking over fifteen years ago, and luckily the carbon monoxide levels in my breath are back down to normal levels. But many young people are starting the habit every day, and this campaign is designed to raise awareness of the health risks linked to the carbon monoxide in cigarette smoke. Health-care costs caused by smoking top €100 billion per year in Europe and smoking has become the main preventable killer of our time.”

Sjá nánar heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB:

http://europa.eu.int/rapid/pressReleasesAction.do?reference=IP/06/396&format=HTML&aged=0&language=EN&guiLanguage=fr

Sjá einnig heimasíðu átaksins:

http://www.help-eu.com/

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta