Engin bið í nokkrum sérgreinum
Það fækkar á biðlistum eftir skurðaðgerðum á Landspítala (LSH) og bíða nú 200 færri eftir aðgerð en á sama tíma í fyrra. Engin bið er í mörgum sérgreinum. Þetta kemur fram í starfssemistölum LSH fyrstu tvo mánuði ársins. Fram kemur eins og áður sagði að skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga og bíða nú 200 færri eftir skurðaðgerð en á sama tíma í fyrra. Í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar er alls engin bið s.s. í krabbameinslækningum, í öðrum er bið sem er talin eðlileg eða viðunandi, s.s. í barnalækningum, og í örfáum sérgreinum er bið of löng þó svo hún hafi styst í flestum þeirra, s.s. í almennum skurðlækningum. Bið eftir hjartaþræðingu og kransæðavíkkun hefur styst með umtalsverðri fjölgun slíkra aðgerða á síðasta ári.
Sjá nánar á vefsíðu LSH: http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html