Tímamót í geðheilbrigðisþjónustu við aldraða
- Við erum að stíga stórt skref framá við í geðheilbrigðisþjónustunni við aldraða, sem þurfa sérstaka þjónustu og greiningu, annars konar þjónustu og sérhæfðari en aðrir hópar, sagði ráðherra á blaðamannafundinum þar sem hún boðaði breyttar áherslur í málaflokknum. Sagði hún að tillögurnar og ákvörðun um sérstaka geðheilbrigðisþjónustu við aldraða mörkuðu tímamót.
Ráðherra kynnti meðal annars að starfrækt verði sérhæfð hjúkrunardeild fyrir aldraða, sem glíma við geðkvilla á hjúkrunarheimilinu í Sogamýri, en það heimili verður tekið í notkun á næsta ári. Þá hefur ráðherra ákveðið að undirbúa rekstur sérstakrar geðdeildar fyrir aldraða á Landakoti, en auk þess leggur ráðherra áherslu á að komið verði á fót ráðgjafarþjónustu á landsvísu fyrir heilsugæslu, spítaladeildir og hjúkrunarheimili. Markmiðið yrði að tryggja öldruðum um land allt sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum.
Sjá nánar:
Fréttatilkynning - geðheilbrigðisþjónusta við aldraða
Ábendingar faghóps um bætta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða