Sjúkraflug eflist
Sjúkraflug hefur eflst mjög á liðnum árum. Flogið var með 148 sjúklinga á árinu 2001 en 381 árið 2004. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Sjálfstæðisflokki. Guðlaugur Þór spurði m.a. um viðbragðstíma og flugtíma í fyrirspurn sinni. Þá lagði þingmaðurinn spurningar fyrir ráðherra um sjúkraflug með þyrlum og um sjúkraflutninga til og frá landinu.
Sjá fyrirspurnir og svör ráðherra:
Sjúkraflutningar með flugvélum http://www.althingi.is/altext/132/s/1171.html
Sjúkraflug með þyrlum http://www.althingi.is/altext/132/s/1170.html
Sjúkraflug til og frá landinu http://www.althingi.is/altext/132/s/1169.html