Hoppa yfir valmynd
18. maí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Greinargerð um lífeyrisgreiðslur

Af gefnu tilefni vilja fjármálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um þróun greiðslna lífeyris Tryggingastofnunar ríkisins, samspil greiðslna almannatrygginga og lífeyrissjóða og alþjóðlegan samanburð sem sýnir stöðu aldraðra. Í greinargerðinni er byggt á upplýsingum frá Hagstofu Íslands, opinberum upplýsingum frá alþjóðastofnunum og norrænni stofnun sem hefur það hlutverk m.a. að bera saman félagslegar aðstæður á Norðurlöndunum (NOSOSKO).

  • Í fyrsta lagi hafa meðalgreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins á hvern ellilífeyrisþega hækkað um tæplega 80% frá 1995 til 2005 á meðan verðvísitala neysluverðs hækkaði um 41%.
  • Í öðru lagi hefur kaupmáttur þeirra sem eru með tekjur í lægstu tíundum hækkað á við aðra hópa og gott betur í neðsta hópnum frá árinu 1995-2004 ef tekið er tillit til allra tekjuhópa samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.
  • Í þriðja lagi er sá samanburður og ályktanir sem dregnar hafa verið af samanburði íslenska lífeyriskerfisins við önnur ríki OECD villandi.

Í ljós kemur þegar Ísland er borið saman við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum í gögnum OECD er staðan hér á landi góð, enda svipaðar lífslíkur og lífskjör í þessum ríkjum. Tölur NOSOSKO með samanburði á ellilífeyri á Norðurlöndum styður þá niðurstöðu. Í meðfylgjandi greinargerð er farið í stuttu máli yfir framangreind atriði og dregnar fram opinberar upplýsingar frá alþjóðastofnunum og Hagstofu Íslands.

Sjá nánar: Greinargerð - athugasemdir vegna umræðna um lífeyrismál aldraðra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta