Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Framtíðaráætlun um sjálfbæra þróun í borgum

Stærsta ráðstefna sögunnar um framtíð borgarasamfélaga hófst í gær í Kúala Lúmpúr. Rúmlega 20 þúsund þátttakendur sækja níundu World Urban Forum (WUF) í Malasíu og freista þess að móta tuttugu ára framtíðaráætlun um sjálfbæra þróun í borgum. Meðal þátttakenda er Maimunah Mohd Sharif, nýr framkvæmdastjóri UN-Habitat, Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Þess er vænst að á ráðstefnunni verði samþykktur óskuldbindandi vegvísir, New Urban Agenda, sem fulltrúar 160 þjóða hafa teiknað upp til að koma borgarsamfélögum, sem vaxa alltof hratt, á braut sjálfbærni. Eins og kunnugt er fjölgar íbúum á þéttbýlissvæðum með ógnarhraða. Nú þegar býr meirihluti jarðarbúa í borgum og samkvæmt spám Sameinuðu þjóðanna koma 66% íbúa jarðarinnar til með að búa í borgum um miðja öldina.

Meðal atriða í þessari nýju áætlun fyrir borgir eru ákvæði um að borgirnar valdi ekki umhverfisspjöllum og tekið verði upp samráð við íbúa um skipulagningu borgarhverfa sem oftast nær eru fátækrahverfi og hafa að mestu leyti orðið til og stækkað án aðkomu borgaryfirvalda á hverjum stað.

Ellefta Heimsmarkmiðið fjallar um sjálfbærar borgir og samfélög. Í fyrsta undirmarkmiðið segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði öllum tryggður aðgangur að fullnægjandi, öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði og grunnþjónusta og fátækrahverfi endurbætt.“ Í þriðja undirmarkmiði er kveðið á um að „eigi síðar en árið 2030 verði efld sjálfbær þéttbýlismyndun fyrir alla og geta til skipulagningar og stýringar, sem byggist á þátttöku, á samþættum og sjálfbærum íbúðasvæðum í öllum löndum.“

Ljóst er að verkefnið er risavaxið því talið er að tæplega milljarður manna búi í fátækrahverfum eitt hundrað þúsund stórborga. Í flestum hverfanna er skortur á hreinu drykkjarvatni, orku, mat, salernisaðstöðu og heilbrigðisþjónustu. Og fram til ársins 2030 telja Sameinuðu þjóðirnar að íbúafjöldi fátækrahverfa komi til með að þrefaldast.

Well-planned and managed cities can drive sustainable development – UN agency chief/ UNNewsCentre

Heimasíða ráðstefnunnar

The New Urban Agenda

National governments neglecting development needs of cities: report/ TheGuardian

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta