Hoppa yfir valmynd
6. október 2024 Innviðaráðuneytið

Birtan í híbýlum fólks - kynningarfundur um ljósvist

Innviðaráðuneytið boðar til opins kynningarfundar um ljósvist miðvikudaginn 9. október nk. kl. 12:00-12:45 í Safnahúsinu við Hverfisgötu  Markmiðið er að varpa ljósi á mikilvægi góðrar birtu á heimilum fólks og að gæði híbýla verði frumforsenda í skipulagi byggðar og við húsbyggingar. 

Á fundinum verða kynnt drög að nýjum kafla í byggingarreglugerð um ljósvist sem birt verða í samráðsgátt stjórnvalda. Boðið verður upp á veitingar meðan á fundi stendur.

Dagskrá:

  • Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra
  • Ásta Logadóttir, verkfræðingur
  • Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar
  • Herdís Björk Brynjarsdóttir, lögfræðingur og teymisstjóri hjá HMS kynnir helstu atriði í kaflanum um ljósvist.

Fundarstjóri er Hildur Dungal skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála í innviðaráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta