Hoppa yfir valmynd
20. september 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Drög að reglugerð um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði til umsagnar

Velferðarráðuneytið birtir hér með til umsagnar drög að nýrri reglugerð um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að skipulag og framkvæmd vísindarannsókna á heilbrigðissviði sé með þeim hætti að siðfræðileg og vísindaleg sjónarmið séu höfð í heiðri og persónuverndar gætt, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Reglugerðardrögin eru samin í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði þar sem lögð er sú skylda á ráðherra að setja nánari reglur um skipulag vísindarannsókna á heilbrigðissviði þar með talið um rannsóknaráætlun, innra eftirlit og kröfur sem gera skal til ábyrgðarmanns rannsóknar.

Þess er óskað að umsagnir berist ráðuneytinu fyrir 20. október næstkomandi.

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á netfangið [email protected]. Vinsamlega skráið í efnislínu: ,,Umsögn um drög að reglugerð um skipulag vísindarannsókna".

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta