Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Danmörku, afhendir trúnaðarbréf til Danakonungs
Pétur Ásgeirsson, afhenti Friðriki tíunda Danakonungi trúnaðarbréf sitt, þann 19. september og fór athöfnin fram í Amalíuborg.
Af því tilefni fengu sendiherra og Jóhanna Gunnarsdóttir, eiginkona hans, áheyrn hjá konungi þar sem þau ræddu m.a. söguleg og menningarleg tengsl landanna.
Á myndinni er Pétur með Danakonungi og eiginkonu sinni, Jóhönnu Gunnarsdóttur.