Hoppa yfir valmynd
23. október 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017

Rjúpur - myndHugi Ólafsson

Umhverfis og auðlindaráðuneytið minnir á að rjúpnaveiðitímabilið hefst föstudaginn 27. október og munu veiðidagar rjúpu í ár verða tólf talsins, sem skiptast á fjórar helgar á tímabilinu 27. október til 19. nóvember 2017. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er um 57.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna síðasta ár, gera það 5-6 fugla á hvern veiðimann. Sölubann á er rjúpum.

Stjórnvöld hafa það sem meginstefnu að nýting rjúpnastofnsins skuli vera sjálfbær. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin nota. Til að vinna að því er stofninn vaktaður og er rekið stjórnkerfi til að stýra veiðinni að sjálfbærri nýtingu hans.

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2017 er eftirfarandi:

  1. Leyfileg heildarveiði árið 2017 er um 57.000 rjúpur sbr. mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli stofnsins. Mat stofnunarinnar á veiðiþolinu er meðfylgjandi.
  2. Sölubann er á rjúpum og fylgir Umhverfisstofnun því eftir.
  3. Hófsemi skal vera í fyrirrúmi: Veiðimenn eru eindregið hvattir til að sýna hófsemi og miða veiðar við 5-6 fugla pr. veiðimann. Jafnframt eru veiðimenn sérstaklega beðnir um að gera hvað þeir geta til að særa ekki fugl umfram það sem þeir veiða m.a. með því að ljúka veiðum áður en rökkvar
  4. Veiðiverndarsvæði er á SV-landi, líkt og undanfarin ár.
  5. Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:
  •     Föstudaginn 27. október til sunnudags 29. október. 3 dagar.
  •     Föstudaginn 3. nóvember til sunnudags 5. nóvember. 3 dagar.
  •     Föstudaginn 10. nóvember til sunnudags 12. nóvember. 3 dagar.
  •     Föstudaginn 17. nóvember til sunnudags 19. nóvember. 3 dagar.

Veiðimenn eru hvattir til góðrar umgengi um landið. Nánari upplýsingar til veiðimanna eru á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2017 (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta