Fjölmenni við opnun íslenska skálans í Feneyjum
Sýningarskáli Íslands á Feneyjatvíæringnum var formlega opnaður í gær en fulltrúi Íslands í ár er listakonan Hildigunnur Birgisdóttir.
Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands gagnvart Ítalíu, opnaði skálann að viðstöddu miklu fjölmenni. Ljóst er að þátttaka í þessari n.k. heimssýningu nútímalistar er mikill heiður og lyftistöng fyrir þátttakendur sem og íslensku nútímalistasenuna. Sýningin dregur að mörg hundruð þúsund gesti annað hvert ár. Verkin eru gjarnan með samfélagslega og pólitíska skírskotun og eru verk Hildigunnar engin undantekning þar á. Hún rýnir í neyslusamfélagið og fjöldaframleiðslu á gáskafullan hátt. Hefur listakonan þegar vakið töluverða athygli fyrir túlkun sína.
Feneyjatvíæringurinn stendur yfir til 23. nóvember 2024.