Vegaframkvæmdir verða stórauknar á næstu 18 mánuðum
Jafnframt er samþykkt að hrinda í framkvæmd áætlun um menningarhús og auka fé til atvinnuþróunar.
1. Settar verða:
a) 1000 milljónir til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu
b) 1000 milljónir til vegagerðar á norð-austursvæðinu
c) 500 milljónir til vegagerðar í Suðurstrandarveg / 200 milljónir í Hellisheiði / 200 milljónir í Gjábakkaleið
d) 1000 milljónir til vegagerðar á Vestfjörðum / 200 milljónir í Þverárfellsveg
e) 500 milljónir til gangagerðar undir Almannaskarð.
II. Settar verða 700 milljónir til atvinnuþróunarátaks á vegum Byggðastofnunar.
III. 1000 millljónir verða veittar til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum enda náist viðhlítandi samningar við viðkomandi sveitarfélög.
IV. Eftirfarandi vegaframkvæmdum sem þegar hafa verið ákveðnar verður flýtt:
-Skeiða- og Hrunamannavegur
-Gatnamót við Stekkjarbakka og Reykjanesbraut
-Reykjanesbraut í Hafnarfirði
-Kjósarskarðsvegur
-Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi
-Hólmavíkurvegur um Kálfaneslæk
-Steingrímsfjarðarheiði, breikkun slitlags
-Strandvegur á Sauðárkróki
-Siglufjarðarvegur um Gránugötu á Siglufirði
-Brú á Ólafsfjarðarós
-Aðaldalsvegur í Suður-Þingeyjarsýslu
-Hafnarvegur á Húsavík
-Hringvegur um Víðidal í Norður-Múlasýslu.
Til að fjármagna verkefni skv. I. og II. lið verða öll bréf ríkisins í Búnaðarbanka Íslands og í Landsbanka Íslands seld á markaði svo og bréf í Íslenskum Aðalverktökum. Samtals eru tekjur áætlaðar að verði nálægt 5 milljarðar króna. Ríkissjóður mun fjármagna framkvæmdir uns sölutekjur hafa skilað sér.
Liður III verður fjármagnaður með tekjum af þegar seldum eignum eins og áður hefur verið ákveðið.