Opið samráð um evrópska tilskipun um snjallkerfi í samgöngum
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um snjallkerfi í samgöngum. Með því er hafin endurskoðun á tilskipun 2020/40, svokallaðri ITS tilskipun. Samráðið stendur til og með 19. nóvember 2020.
Markmiðið er að hraða upptöku snjallkerfa í samgöngum í samstarfi Evrópuríkja. Með endurskoðuninni á að meta hversu aðgengilegir nauðsynlegir innviðir slíkra kerfa eru. Þá er í samráðinu komið inn á nýja þróun í þessum málaflokki eins og sítengd og sjálfkeyrandi ökutæki.