Hoppa yfir valmynd
30. mars 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Vinnuhópur um úttekt á stöðu mannréttindamála

Innanríkisráðherra hefur skipað vinnuhóp til að annast skýrslugerð vegna úttektar á stöðu mannréttindamála hér á landi og tekur hann til starfa á næstunni. Tilefnið er almenn endurskoðun á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna.

Endurskoðun Sameinuðu þjóðanna fer fram í 12 lotum og verður staðan á Íslandi tekin fyrir í síðustu lotunni sem fram fer í Genf í október 2011. Skýrslu fyrir Ísland þarf að skila 4. júlí 2011. Er þetta í fyrsta skipti sem slík heildstæð endurskoðun á stöðu mannréttindamála á sér stað á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Vinnuhópinn skipa fulltrúar frá innanríkisráðuneytinu, velferðarráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, umhverfisráðuneytinu og mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Yfir 60 frjálsum félagasamtökum var sent bréf í byrjun mars þar sem þeim var leiðbeint um möguleika á að skila skýrslu til skrifstofu Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna með ábendingum er lúta að mannréttindamálum hér á landi. Skilafrestur var til 21. mars sl.  Við gerð skýrslu fyrir Ísland mun almenningi og frjálsum félagasamtökum jafnframt verða veitt tækifæri til að koma að ábendingum en drög að skýrslunni verða kynnt á heimasíðu ráðuneytisins þegar þau liggja fyrir.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta