Lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
24.03.2003
Lýðheilsuáætlun Evrópusambandsins
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vekur athygli á því að Evrópusambandið hefur nýlega auglýst eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr lýðheilsuáætlun sambandsins. (Community Action in the Field of Public Health 2003-2008).
Rétt þykir að taka fram að Íslendingar eru fullgildir aðilar að áætluninni og því eru allir áhugasamir hvattir til að kynna sér hana vel. Lýðheilsa er ofarlega á baugi í Evrópulöndum og samþykkti ESB í vetur leið nýja lýðheilsuáætlun sem nær til áranna 2003-2008. Alls verður veitt um 312 milljónum Evra til málsins, þar af um 45 milljónum á árinu 2003.
Er í verkefninu lögð áhersla á þrennt:
1. að bæta heilbrigðisupplýsingar
2. að auka getuna til að bregðast hratt og skipulega við heilbrigðisógn
3. að efla heilsu manna og forvarnir með því að beina sjónum að þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði manna.
Frestur til að sækja um styrkir er til 16. maí nk. en upplýsingar um verkefnið í heild sinni er að finna á http://europa.eu.int/comm/health/index_en.htm
Umsóknareyðublöð má fá á slóðinni: http://europa.eu.int/comm/health/ph_programme/howtoapply/info_day_en.htm
Nánari upplýsingar má einnig fá hjá Sveini Magnússyni, skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 545 8700 eða á netfangi [email protected]