Morgunverðarfundur í tilefni Alþjóðaheilbrigðisdagsins 7. apríl
Heilbrigt umhverfi - heilbrigð börn
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2003
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið bjóða til morgunverðarfundar mánudaginn 7. apríl 2003, kl. 8:15 - 9.30. á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. 7. apríl er helgaður börnum og þeim hættum sem ógna heilbrigði þeirra í næsta umhverfi. Hvað er það sem ógnar öryggi barnanna í skólanum, í borg og bæ, eða á heimilum? Þetta eru spurningar sem heilbrigðisyfirvöld í aðildarlöndum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leitast við að svara 7. apríl n.k.
DAGSKRÁ:
Ávarp í tilefni dagsins
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varðandi heilbrigt umhverfi barna
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu
Heilbrigð sjálfsmynd grunnskólabarna
Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands:
Börn og fátækt
Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Félagsþjónustunnar:
Umræður - fyrirspurnir
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varðandi heilbrigt umhverfi barna
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu
Heilbrigð sjálfsmynd grunnskólabarna
Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands:
Börn og fátækt
Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Félagsþjónustunnar:
Umræður - fyrirspurnir
Fundarstjóri: Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri.
Allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá þátttöku fyrir fram. Morgunverðurinn kostar 1000 kr.
Allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá þátttöku fyrir fram. Morgunverðurinn kostar 1000 kr.
Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið
Landlæknisembættið
Landlæknisembættið