Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2003 Heilbrigðisráðuneytið

Morgunverðarfundur í tilefni Alþjóðaheilbrigðisdagsins 7. apríl

Heilbrigt umhverfi - heilbrigð börn

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl 2003


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og Landlæknisembættið bjóða til morgunverðarfundar mánudaginn 7. apríl 2003, kl. 8:15 - 9.30. á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. 7. apríl er helgaður börnum og þeim hættum sem ógna heilbrigði þeirra í næsta umhverfi. Hvað er það sem ógnar öryggi barnanna í skólanum, í borg og bæ, eða á heimilum? Þetta eru spurningar sem heilbrigðisyfirvöld í aðildarlöndum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leitast við að svara 7. apríl n.k.

DAGSKRÁ:
Ávarp í tilefni dagsins
Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar varðandi heilbrigt umhverfi barna
Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu

Heilbrigð sjálfsmynd grunnskólabarna
Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands:

Börn og fátækt
Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Félagsþjónustunnar:

Umræður - fyrirspurnir

Fundarstjóri: Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri.
Allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá þátttöku fyrir fram. Morgunverðurinn kostar 1000 kr.

Heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið
Landlæknisembættið



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta