Hoppa yfir valmynd
9. júní 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Gjörbreytt þjónusta heilsugæslustöðva í COVID-19 faraldri

Komur á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu voru rúmlega 30% færri í mars en í janúar síðastliðnum. Á sama tíma fjölgaði símtölum til mikilla muna og notkun á Heilsuveru jókst um 77%  á tímabilinu. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri samantekt á vef Sjúkratrygginga Íslands. Þar má hvernig fjöldi koma þróaðist hjá einstökum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt þróun bókana, fyrirspurna og beiðna um endurnýjun á lyfjum í gegnum www.heilsuvera.is.

Eins og segir á vef Sjúkratrygginga Íslands hafði COVID-19 faraldurinn mikil áhrif á þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu sem gjörbreyttu þjónustu sinni til að laga sig að aðstæðum og koma til móts við þarfir sjúklinga.

Í janúar var heildarfjöldi allra koma á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu ríflega 52 þúsund en í mars voru þær tæplega 36 þúsund eða 31% færri. Ef borinn er saman komufjöldi milli ára var meðalfjöldi á dag á tímabilinu janúar – apríl 2019 um 2.400. Á þessu ári var komufjöldinn svipaður í janúar og febrúar en gjörbreyttist í mars þegar daglegum komum fækkaði í rúmlega 1.600 að meðaltali og í apríl voru þær komnar niður í tæplega 1.200 komur á dag. Á þessum tíma var fólk ráðið frá því að koma á heilsugæslustöð en bent á að nota Heilsuveru eða hringja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta