Úttekt á Háskólanum á Hólum
Gæðaráð háskóla hefur lokið og birt stofnanaúttekt sína um Háskólann á Hólum. Úttektin er liður í gæðakerfi háskóla á Íslandi sem bæði framkvæma innri úttektir á einstökum fræðasviðum og gangast undir stofnanaúttektir sem framkvæmdar eru af hópi erlendra sérfræðinga. Hvert úttektartímabil er 7 ár og skal hver skóli á þeim tíma framkvæma innri úttektir á allri innri starfsemi ásamt því að ganga í gegnum eina stofnanaúttekt.
Í skýrslunni er meðal annars bent á að Háskólinn á Hólum hafi bætt starfsemina mikið frá síðustu úttekt og nýtt niðurstöður hennar og ábendingar til markvissra umbóta á skólastarfi. Þá hefur stuðningur við rannsóknarstarf skilað sér í bættum rannsóknum á síðustu sjö árum.
Úttektin er á ensku og aðgengileg á vef Gæðaráðs háskóla.