Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ráðherra hefur skipað í átta svæðisráð í málefnum fatlaðra

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur skipað fulltrúa í átta svæðisráð í málefnum fatlaðra. Í 6. gr. laga um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, eru ákvæði um skipan svæðisráða. Helstu hlutverk svæðisráða eru að gera tillögur um samræmingu þjónustu við fatlaða, hafa eftirlit með þjónustu við fatlaða, veita umsagnir um svæðisáætlanir og síðast en ekki síst annast réttindagæslu fatlaðra þannig að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.

Svæðisráðin átta eru fyrir Reykjavík, Reykjanes, Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland.

Nánari upplýsingar um svæðisráðin og skipan þeirra, sem og nöfn trúnaðarmanna sem hægt er að hafa samband við, eru aðgengileg á heimasíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Tenging frá vef ráðuneytisinsUpplýsingar um svæðisráð um málefni fatlaðra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta