Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um stefnumarkandi áætlun félags- og tryggingamálaráðuneytis og Barnaverndarstofu um barnavernd

Hinn 4. febrúar síðastliðinn héldu félags- og tryggingamálaráðuneytið og Barnaverndarstofa málþing um drög að stefnumarkandi áætlun ríkisins um barnavernd. Til málþingsins voru boðaðar sveitarstjórnir og barnaverndarnefndir, auk félagasamtaka og annarra aðila er málefnið snerta.

Félags- og tryggingamálaráðherra setti málþingið og flutti ávarp og gerði grein fyrir meginatriðum áætlunarinnar. Af hálfu Barnaverndarstofu var skýrt frá áætluninni og ýmsum nýjungum sem eru framundan.

Formaður Samtaka félagsmálastjóra og formaður barnaverndarnefndar Eyjafjarðar fluttu innlegg frá sjónarhóli sinna umbjóðenda. Síðan voru fyrirspurnir og almennar umræður.

Málþingið var vel sótt og komu fram ýmis sjónarmið sem tekin verða til athugunar við endanlega gerð  áætlunarinnar hjá ráðuneytinu og Barnaverndarstofu. Þegar áætlunin liggur fyrir í endanlegri gerð innan skamms verður hún lögð fram á Alþingi.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÁvarp ráðherra á málþinginu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta