Hoppa yfir valmynd
26. október 2022 Utanríkisráðuneytið

Málþing um framtíð þróunarmála og lífskjaraskýrslu Íslands

Á morgun, fimmtudaginn 27. október, fer fram málþing um framtíð þróunarmála og þann hluta lífskjaraskýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNDP, sem fjallar sérstaklega um Ísland. „Röskun lífs á óvissutímum: mótun framtíðarinnar í heimi umbreytinga“ – er yfirskrift skýrslunnar.

Í síðustu lífskjaraskýrslu UNDP (Human Development Report) er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt. Í kynningu á málþinginu segir: „Þróunin undanfarin tvö ár hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir fólk um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins og þessir atburðir skullu á heiminum á tímum gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, loftslagsbreytinga og aukinnar sundrungar. Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaralistann (Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð.

Þó eru ýmsir möguleikar á óvissutímum. Opin og frjáls umræða er lykillinn að því að takast á við óvissuna. Stefnur sem miða að fjárfestingum, tryggingum og nýsköpun munu leyfa fólki að takast á við óvissutíma. Á málþinginu verða þessar spurningar til umræðu ásamt því hvernig þær tengjast íslensku samhengi.“

Málþingið fer fram í hádeginu á morgun, kl. 12:00-13:00, á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Elín Rósa Sigurðardóttir, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins flytur inngangserindi og Henrik Fredborg Larsen skrifstofustjóri UNDP kynnir Íslandshluta skýrslunnar. Í pallborðsumræðum taka þátt Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, Jón Geir Pétursson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði og Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Umræðum stýrir Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamáladeildar Háskóla Íslands.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Viðburðinn á Facebook.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta