Hoppa yfir valmynd
3. mars 2020 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Rannsóknir og loftslagsmál í Varsjá

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hluti af sendinefnd Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í opinberri heimsókn hans til Póllands.

Hún ávarpaði ráðstefnuna „Umhverfi, orka og breytingar í loftslagsmálum“ (e. Environment, Energy and Climate Change) í Varsjá í Pólland í morgun. Á ráðstefnunni var kynnt ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku ásamt nýjum áherslum sjóðsins í umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík áætlun á sviði endurnýjanlegrar orku er sett í framkvæmd í Póllandi.

„Íslensk stjórnvöld leggja sérstaka áherslu á verkefni á sviði nýsköpunar, menntunar og menningar, orku- og umhverfismála, samfélagslegra umbóta og jafnréttismála. Það er því einstaklega ánægjulegt að efla enn frekar samskipti Íslands og Póllands með þessum hætti. Uppbyggingarsjóðurinn skapar mikilvæg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Pólland býr yfir jarðhita sem ekki hefur verið nýttur enn og því fjölmörg tækifæri sem felast í auknu samstarfi á milli landanna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Verkefnið í Póllandi er það stærsta sem Ísland tekur þátt í á alþjóðlegum vettvangi á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsmála. Fjárhæð áætlunarinnar nemur 20 milljörðum kr. en auk þess leggur Pólland til 20,8 milljarða kr. í formi lána og styrkja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta