Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2020

Sendiherraverðlaun afhent í sjötta sinn

Elín Flygenring sendiherra afhendir verðlaunin. - mynd

Sendiherra Íslands í Japan, Elín Flygenring, afhenti á dögunum fyrirtækinu Yamaishi Co. Ltd. verðlaun fyrir framúrskarandi fiskvöru unna úr íslensku hráefni á árlegri verðlaunahátíð samtaka japanskra fiskframleiðenda sem fram fór í Tókýó.

Er þetta í sjötta sinn sem íslensku sendiherraverðlaunin eru afhent en íslenskar sjávarafurðir eru gríðarlega vinsælt hráefni meðal japanskra framleiðenda. Má þar helst nefna loðnu, loðnuhrogn, grálúðu og makríl.

Að þessu sinni hlaut vara unnin úr íslenskri loðnu verðlaunin.

  • Sendiherraverðlaun afhent í sjötta sinn - mynd úr myndasafni númer 1
  • Íslenskt sjávarfang er vinsælt hráefni - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta