Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2014 Dómsmálaráðuneytið

Breyttur fjöldi fulltrúa í þremur bæjarfélögum

Í Garðabæ verður kosið um ellefu bæjarfulltrúa í stað níu áður og í Mosfellsbæ verða bæjarfulltrúar einnig tveimur fleiri, níu í stað sjö. Í Fjallabyggð verður fulltrúum aftur á móti fækkað úr níu í sjö.

Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórnum byggir annars vegar á 11. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem lagður er til grundvallar íbúafjöldi í viðkomandi sveitarfélagi. Hins vegar er byggt á 9. grein sömu laga sem varðar sérstaka samþykkt um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélags. Í samþykktinni ákveður sveitarstjórn fjölda sveitarstjórnarfulltrúa innan þess ramma sem kveðið er á um í 11. greininni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta