Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun styrkja til nýsköpunar og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs. Um nýja tímabundna styrki er að ræða til að innleiða aðgerð 2 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 um aukna skólaþróun um allt land.

Markmið styrkja er að stuðla að öflugri skólaþróun með fjölbreyttum verkefnum sem kennarar, skólastjórnendur og annað fagfólk og nemendur hafa frumkvæði að og deila í kjölfarið með öðrum. Horft er til heildarnálgunar á menntun og víðtækrar samvinnu innan skóla og milli skóla og annarra stofnana, auk samvinnu heimila og skóla.

Styrkjunum er ætlað að styðja við nýja nálgun og vera hreyfiafl framfara í skóla- og frístundastarfi við innleiðingu menntastefnu, jafna tækifæri nemenda um land allt og hvetja skóla til nýsköpunar á sviði skólaþróunar.

„Menntastefna stjórnvalda til ársins 2030 leggur ríka áherslu á aukna skólaþróun og er það ein af fyrstu níu aðgerðum við innleiðingu hennar. Við ætlum að skapa nýja þekkingu og sjá til þess að þeirri þekkingu verði deilt vítt og breitt innan skólasamfélagsins og frístundastarfs til frekari lærdóms og ávinnings með aukinni fjárveitingu. Við viljum valdefla fagfólk okkar og hvetja til lærdómshugsunar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Úthlutun

Alls bárust 73 umsóknir og hljóta 40 þeirra styrk að upphæð 99.816.802 kr.

Verkefnin falla undir eftirfarandi svið:

  • Börn í viðkvæmri stöðu: 4
  • Leikskóli: 3
  • Grunnskóli: 25
  • Framhaldsskóli: 4
  • Frístundastarf: 4

Þau dreifast þannig um landið:

  • Höfuðborgarsvæðið: Kr. 54.881.942 / 55% / 19 verkefni
  • Reykjanes: Kr. 1.100.000 / 1% / 1 verkefni
  • Suðurland: Kr. 11.113.440 / 11% / 5 verkefni
  • Austurland: Kr.2.000.000 / 2% / 1 verkefni
  • Norðurland: Kr. 11.962.000 / 12% / 5 verkefni
  • Vestfirðir: Kr. 4.909.420 / 5% / 1 verkefni
  • Vesturland: Kr. 3.750.000 / 4% / 3 verkefni
  • Samstarf víðs vegar um landið: Kr. 10.100.000 / 10% / 5 verkefni

Verkefnin eru:

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta