Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2023 Matvælaráðuneytið

Húsfyllir á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um lagareldi

Húsfyllir var á opnum fundi sem var haldinn á vegum matvælaráðuneytsins á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Þar var kynnt ný skýrsla sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group vann að beiðni Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi.

Skýrslan gerir ítarlega úttekt á stöðu lagareldis á Íslandi ásamt framtíðarmöguleikum og áskorunum greinarinnar. Niðurstöður skýrslunnar munu nýtast við stefnumótun fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Tekið var mið af umhverfismálum, verðmætasköpun og regluverki.

Til samræmis við stjórnarsáttmála var áhersla lögð á að kortleggja tækifæri til sjálfbærs vaxtar greinarinnar með vísindalega þekkingu að leiðarljósi. Gerð var samanburðargreining við þau lönd sem stunda lagareldi ásamt úttekt á mögulegum mótvægisaðgerðum vegna umhverfisáhrifa af hinni ýmsu starfsemi, þ.m.t. sjókvíaeldis.

Skýrsluna má nálgast hér og enska útgáfu hennar hér.

Til að almenningur geti komið athugasemdum á framfæri er skýrslan einnig aðgengileg á Samráðsgátt stjórnvalda. 

Fundinum var streymt á netmiðlum og má nálgast upptökuna hér.


  • Húsfyllir á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um lagareldi - mynd úr myndasafni númer 1
  • Húsfyllir á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um lagareldi - mynd úr myndasafni númer 2
  • Húsfyllir á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um lagareldi - mynd úr myndasafni númer 3
  • Húsfyllir á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um lagareldi - mynd úr myndasafni númer 4
  • Húsfyllir á opnum kynningarfundi á nýrri skýrslu um lagareldi - mynd úr myndasafni númer 5

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
11. Sjálfbærar borgir og samfélög
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur
2. Ekkert hungur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta