Ný kortlagning á danska nýsköpunarumhverfinu er komin á vefinn
Ný kortlagning á danska nýsköpunarumhverfinu er komin á vefinn. Í kjölfarið af útgáfu Viðskiptaáætlunar sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn í maí sl. hóf sendiráðið að kortleggja þennan geira í Danmörku og taka saman nytsamlegar upplýsingar fyrir frumkvöðla. Samantektinni er ætlað að vera upplýsingaveita fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem að hyggja á sókn á danskan markað. Þarna má m.a. finna yfirlit yfir frumkvöðlasetur, viðskiptahraðla, og mikilvæga tengiliði, m.a. fjárfesta í hinum ýmsu geirum, viðskiptaengla og fleiri sem geta aðstoðað íslensk sprotafyrirtæki eða veitt þeim ráðgjöf.
Hér gefst áhugasömum kostur á að kynna sér Kortlagningu á danska nýsköpunarumhverfinu.
Í gegnum þennan hlekk getur þú einnig kynnt þér viðskiptaáætlun sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn.