Opnir málfundir um vísinda- og nýsköpunarkerfið
Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og
nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni;
Með gæði og ávinning að leiðarljósi.
Vísinda- og tækniráð efnir til opinnar og gagnrýninnar umræðu um vísinda- og nýsköpunarkerfið á fjórum opnum fundum í febrúar-apríl 2011 undir yfirskriftinni; Með gæði og ávinning að leiðarljósi.
Annar fundurinn í þessari fundaröð verður haldinn miðvikudaginn 2. mars kl. 15-17 í Háskólanum í Reykjavík v. Menntaveg; fyrirlestrasal Bellatrix
Hvernig útdeilum við opinberu fé til vísinda og nýsköpunar í því skyni að hámarka gæði og ávinning?
- Inngangserindi
- Magnús Lyngdal Magnússon, sviðsstjóri á rannsókna - og nýsköpunarsviði Rannís.
- Kristinn R. Þórisson, dósent í tölvunarfræði, Háskólanum í Reykjavík.
- Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður
- Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum.
- Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur við ReykjavíkurAkademíuna.
- Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs.
Athugið! Málfundurinn er sendur beint út á slóðinni: http://ru.adobeconnect.com/malfundur/
Næsti málfundur:
Slá menntakerfið, háskólar og rannsóknastofnanir taktinn með atvinnulífinu?
Miðvikudaginn 30. mars kl. 15-17.