Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Smíða samræmdan gagnagrunn í barnavernd

Frá undirritun samningsins.  - mynd

Félagsmálaráðuneytið hefur samið við hugbúnaðarfyrirtækin Fugla og Prógramm vegna smíði nýs miðlægs gagnagrunns fyrir upplýsingar sem varða hag barna. Þá munu fyrirtækin einnig þróa kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn yfir, og rekið, barnaverndarmál. Prógramm mun smíða þann hluta kerfisins sem snýr að notendum, en Fuglar smíða bakenda kerfisins þar sem öll helstu gögn eru vistuð. Fyrirtækin voru valin eftir útboð Ríkiskaupa.

Gagnagrunnurinn og kerfið eiga að tryggja að upplýsingar og skráningar hjá barnaverndarnefndum landsins verði samræmdar, sjálfvirkni í gagnaöflun og að auðvelt verði að flytja mál á milli sveitarfélaga með einföldum hætti án þess að þjónusta við börn skerðist. Hin miðlæga þjónustugátt mun keyra saman upplýsingar úr nokkrum mismunandi kerfum sem varða málefni barna og eru í dag hýstar hjá margskonar misjöfnum aðilum á öllum stigum barnaverndarmála. Í dag er tímafrekt ferli að afla upplýsinga milli aðila auk þess sem samráð sveitarfélaga er mjög takmarkað þegar börn sem hafa barnaverndarsögu flytja milli landshluta.

Með miðlægri nálgun og sameiginlegu kerfi þvert á sveitarfélög má gera ráð fyrir tvíþættum ábata; annars vegar að nýta stafrænt ferli og sjálfvirkni í gagnaöflun og hins vegar að færa málavinnslu sveitarfélaga í sama kerfi til að geta flutt mál á milli málastjóra með einföldum hætti án þess að þjónusta við börn skerðist.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra: „Það er virkilega ánægjulegt að verkefnið sé formlega farið af stað en það er mikilvægur hluti af þeirri kerfisbreytingu sem við erum að vinna í málefnum barna. Með nýja kerfinu tryggjum við að allar upplýsingar og skráningar hjá barnaverndarnefndum séi aðgengilegar og samræmdar um allt land. Þannig komum við í veg fyrir að börn falli á milli úrræða í kerfinu.“

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta