Hoppa yfir valmynd
31. desember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr landlæknir skipaður frá áramótum

Dr. Geir Gunnlaugsson verður næsti landlæknir frá 1. janúar 2010. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, ákvað þetta í dag. Fimm sóttu um starf landlæknis, en staðan var auglýst 30. október sl. með umsóknarfresti til 19. nóvember. Hæfisnefnd, sem starfar skv. lögum nr. 40/2007, fór yfir umsóknir og kallaði alla umsækjendur til viðtals. Nefndin mat það svo að þrír umsækjenda uppfylltu skilyrði auglýsingarinnar og teldust því hæfir til að gegna embættinu. Voru þeir kallaðir í ítarleg viðtöl.

Dr. Geir Gunnlaugsson tók læknispróf frá Háskóla Íslands 1978 og varð síðan sérfræðingur í barnalækningum, hann tók doktorspróf frá Karolinsku stofnuninni í Stokkhólmi 1993 og masterspróf í lýðheilsufræðum frá sömu stofnun 1997. Hann starfar nú sem prófessor við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur aflað sér mikillar þekkingar og reynslu af lýðheilsustörfum, bæði hérlendis og erlendis, starfaði um nokkurra ára skeið að uppbyggingu og stefnumótun heilbrigðisþjónustu í þróunarlöndum. Geir starfaði sem forstöðumaður og yfirlæknir við Miðstöð heilsuverndar barna til margra ára.  Þá hefur hann verið afkastamikill fræðimaður og kennari.

Dr. Geir Gunnlaugsson er skipaður landlæknir til fimm ára frá 1. janúar 2010.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta