Málþing: Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði
Málþing um endurskoðun löggjafar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði verður haldið nk. föstudag. Málþingið er að frumkvæði nefndar sem vinnur að endurskoðun löggjafar um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Það er haldið í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Siðfræðistofnun HÍ og Heilbrigðisvísindasvið HÍ. Málþinginu er ætlað er vera liður í undirbúningi frumvarps til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
Málþingið verður föstudaginn 15. janúar n.k. kl. 13:00 - 17:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Sjá nánar dagskrá málþingsins