Hjúkrunartími lengri á Landspítala
Álag á starfsmenn hefur almennt ekki aukist á Landspítala og tölur um raunverulegan hjúkrunartíma á sjúkling benda til meiri umönnunar.
Þetta er meginniðurstaðan í greinargerð landlæknisembættisins sem unnin var að beiðni Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra. Tilefnið voru viðvörunarorð Ungliðadeildar sjúkraliðafélags Íslands sem deildin setti fram. Ráðherra brást þegar í stað við ummælum talsmanna deildarinnar, fór fram á að Landlæknisembættið kannaði ástand mála á Landspítala og kynnti fulltrúum Sjúkraliðafélags Íslands og ungliðadeildarinnar viðbrögð sín og fékk sömuleiðis á þeim fundi skýringar á viðvörunarorðunum. Skýrslan Mat á stöðu öryggismála varðandi mönnun á landspítala (LSH) í desember 2009 lýsir ástandinu.
Sjá nánar frétt og skýrslu landlæknisembættisins