Hoppa yfir valmynd
17. febrúar 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Hjálpartækjamiðstöðin í nýtt húsnæði

Nýtt húsnæði Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ
Ný húsakynni Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands eru að Vínslandsleið 16 í Grafarholti

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra opnaði í gær nýtt og rúmbetra húsnæði Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að Vínlandsleið 16 í Grafarholti í Reykjavík. Við sama tækifæri var opnaður nýr vefur stofnunarinnar www.sjukra.is.


Með nýju húsnæði batnar aðstaða Hjálpartækjamiðstöðvarinnar mikið til hagsbóta fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Umsvif Hjálpartækjamiðstöðvarinnar hafa aukist verulega á þeim 20 árum sem hún hefur starfað, en hlutverk hennar er að annast afgreiðslu umsókna um hjálpartæki, veita faglega ráðgjöf og tryggja hagkvæma notkun hjálpartækja. Miðstöðin stuðlar þannig að hagkvæmum innkaupum og sér um að endurnýta hjálpartæki með viðhaldi og viðgerðarþjónustu. Ennfremur er lögð áhersla á að miðla upplýsingum og fræðslu um hjálpartæki.

Nýtt vefsvæði stofnunarinnar, sem Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður SÍ opnaði við þetta tækifæri, er í grunninn umfangsmikil upplýsingaveita um sjúkratryggingar. Við uppbyggingu svæðisins var haft að leiðarljósi að upplýsingar um réttindi almennings væru eins einfaldar og greinargóðar og mögulegt er. Með nýja vefsvæðinu eru einnig tekin skref til aukinnar rafrænnar þjónustu við almenning og er markmiðið að rafræn gagnasamskipti og upplýsingagjöf við viðskiptavini stofnunarinnar (almenning og heilbrigðisstarfsfólk) aukist til muna næstu 2-3 árin.

 Álfheiður og Benedikt opna húsnæðið

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður SÍ klippa á borða og opna þar með formlega nýtt húsnæði Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta