Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Ný reglugerð um greiðsluþátttöku í lyfjum

Heilbrigðisráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. Efnislegar breytingar eru tvenns konar: Í fyrsta lagi eru lágmarks-og hámarksgreiðslur sjúklinga í einstökum lyfjaflokkum hækkaðar um 10% til að koma til móts við sparnaðarkröfu fjárlaga. Hér er um að ræða leiðréttingu sem jafngildir þeirri hækkun sem orðið hefur á vísitölu frá 1. mars 2009. Áætlað er að þessi aðgerð feli í sér um 190 milljóna króna lækkun á fyrirsjáanlegum útgjöldum sjúkratrygginga.


Til að koma í veg fyrir misskilning sem borið hefur á er í öðru lagi áréttað í 2. grein reglugerðarinnar að viðmiðunarverð nái einnig til greiðsluþátttöku sjúkrartrygginga í hagkvæmustu pakkningum tiltekinna lyfjaflokka sem tilgreindir eru í 4. og 5. grein reglugerðarinnar.

Auk framangreindra breytinga eru breytingar sem gerðar hafa verið á síðsta ári á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakaupum skv. eldri reglugerð nr. 236/2009, færðar inn í nýja heildarreglugerð.

Nýja reglugerðin öðlast gildi 1. mars næst komandi en jafnframt fellur þá úr gildi eldri reglugerð nr.236/2009 um greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði með síðari breytingum.


Reglugerð nr. 140/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta