Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2008 Dómsmálaráðuneytið

Mannanafnanefnd, úrskurður 7. júlí 2008

FUNDARGERÐ

Ár 2008, mánudaginn 7. júlí, var haldinn símafundur í mannanafnanefnd. Viðstödd voru Ágústa Þorbergsdóttir, Baldur Sigurðsson og Kolbrún Linda Ísleifsdóttir. Neðangreint mál var tekið fyrir:

 

1.         Mál nr. 39/2008          Eiginnafn:        Bassí  (kvk.)

Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:

Eiginnafnið Bassí (kvk.) tekur beygingu í eignarfalli og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Nafnið fallbeygist þannig: Bassí – um Bassí – frá Bassí – til Bassíar.

 

Úrskurðarorð:

Beiðni um eiginnafnið Bassí (kvk.) er samþykkt og skal nafnið fært á mannanafnaskrá ásamt eignarfallsendingu þess, Bassíar.

 

 

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta