Hoppa yfir valmynd
22. júní 2016 Innviðaráðuneytið

Digitalt Danmark - stafræn stjórnsýsla Dana

Í febrúar árið 2006 tóku Íslendingar höndum saman við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir um samvinnu á sviði rafrænna viðskipta. Þetta er því ellefta árið sem við vinnum ásamt frændþjóðunum að eflingu íslensks og norræns atvinnulífs á sviði rafrænna viðskipta. Danir lögleiddu rafræna reikninga hjá sér árið 2005 og nú 11 árum síðar gefa þeir út stefnu um "stafræningu" fyrir árin 2016 til 2020.

Danska ríkisstjórnin hefur náð samkomulagi við samband danskra sveitarfélaga um þjóðlega stafræningu. Ný samopinber "stafrænustefna" (e. digital strategy) á að skapa sterkara og öruggara stafrænt samfélag, samkvæmt tilkynningu til fjölmiðla frá Digitaliseringsstyrelsen (DIGST) þ.e. danskri stjórnsýslu um stafræn mál.

Svipað og hnattvæðing, vaknar fjöldi spurninga við stafræningu. Hvað er stafræning? Hér er átt við að gögnum sé miðlað rafrænt, en ekki á pappír. Skönnun er dæmi um stafræningu, en rafbækur og rafrænir reikningar eru stafræn skjöl. Þá er einkum átt við skjöl sem hægt er að vinna gögn úr t.d. með XML sniði.

Í stefnunni er lögð áhersla á að nýta og endurnýta stafræn gögn en forðast umframgögn og hliðstæð kerfi, þ.e. mismunandi kerfi sem vinna hliðstæð verk. Ætlunin er að við almenningi blasi samstillt stjórnsýsla, sem hægt er að treysta. Stefnt er að notkun opinna staðla, sem allir hafa aðgang að. Búið er að skilgreina 33 mismunandi framtaksverkefni, sem verða innleidd á næstu 4-5 árum. Í þeim verður fjallað um einfalda notkun, endurnýtingu gagna, beitingu upplýsingatækni, vöxt gagna, gagnaöryggi og stafræna færni.

Sjá greinina "Share and reuse interoperability solutions for public administrations" ásamt tenglum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta