Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2018 Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsækir Seðlabanka Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Már Guðmundsson, seðlabankastjóri - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Seðlabanka Íslands í gær og ræddi við stjórnendur og annað starfsfólk.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, tók á móti Katrínu og kynnti umfangsmikla starfsemi bankans. Þau ræddu meðal annars endurskoðun á ramma peningastefnu sem nú er í vinnslu, stöðu efnahagsmála og breytingar sem orðið hafa á starfsemi Seðlabankans á síðustu árum. Katrín var sérstaklega ánægð að sjá aukinn hlut kvenna og eru konur nú um helmingur starfsmanna og stjórnenda bankans.

Segja má að hið stóra sparibaukasafn bankans hafi þó verið hápunktur heimsóknarinnar vegna þess að Katrín er mikil áhugakona um verndun sparibauka. Sparibaukasafn bankans samanstendur af sparibaukum frá bönkum og sparisjóðum á síðustu öld. Þó safnið sé stórt þá vantar enn einhverja útgefna sparibauka landsins í það. Katrín benti þá á að hún gæti aukið verðgildi safnsins með nokkrum vel völdum menningarperlum úr eigin safni og leist Seðlabankastjóra vel á þá hugmynd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta