Fjármálastöðugleikaráð - fundargerð frá 5. júlí 2016
Ráðsmenn: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, formaður, Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Aðrir fundarmenn: Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaðar í fjármála- og efnahagsráðuneyti, Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins og Tinna Finnbogadóttir, ritari fjármálastöðugleikaráðs.
Fundur hefst 14:15.
1. Greinargerð kerfisáhættunefndar
Rætt um aðstæður á fjármálamarkaði, þau fjárstreymistæki sem innleidd voru nýlega og stöðu er varðar aflandskrónueigendur og losun hafta, einkum með tilliti til getu stærstu bankanna til að takast á við mögulegt útflæði fjármagns.
2. Ársfjórðungsleg umfjöllun um sveiflujöfnunarauka.
Samþykkt tillaga kerfisáhættunefndar að óbreyttum sveiflujöfnunarauka frá síðasta fundi (1%).
3. Kerfislega mikilvægir eftirlitsskyldir aðilar
Tillaga kerfisáhættunefndar um að Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion banki og Íbúðalánasjóður veðri áfram skilgreindir sem kerfislega mikilvægir eftirlitsskyldir aðilar samþykkt.
4. Önnur mál
Fjallað um gildi og lagalega stöðu yfirlýsingar um ríkisábyrgð á innstæðum frá 6. október 2008.
Fréttatilkynning samþykkt með breytingum.
Fundi slitið 15:30.