Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júní 2007

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri árshelming 2007 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 28,7 ma.kr. innan ársins, sem er 1 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur í heild reyndust um 35 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin hækka um 22  ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 39,7 ma.kr. sem er 67,2 ma.kr. lakara en á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 ma.kr. eiginfjárframlagi ríkissjóðs í byrjun maí.

 Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar – júní 2007

(Í milljónum króna)

 

2003

2004

2005

2006

2007

Innheimtar tekjur

130.556

133.583

165.540

182.826

217.913

Greidd gjöld

127.670

138.399

151.887

153.160

175.509

Tekjujöfnuður

2.886

-4.816

13.653

29.666

42.404

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-12.059

-

-

-

-6136

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

114

2.574

1.883

40

-7.578

Handbært fé frá rekstri

-9.059

-2.243

15.536

29.706

28.690

Fjármunahreyfingar

17.596

4.251

10.379

-2.208

-68.369

Hreinn lánsfjárjöfnuður

8.424

-858

25.915

27.498

-39.679

Afborganir lána

-17.952

-28.604

-30.002

-38.873

-35.556

   Innanlands

-5.545

-3.601

-13.775

-24.100

-21.357

   Erlendis

-12.408

-25.004

-16.227

-14.773

-14.199

Greiðslur til LSR og LH

-3.750

-3.750

-1.900

-1.980

-1.980

Lánsfjárjöfnuður Brúttó

-13.279

-33.212

-5.988

-13.355

-77.215

Lántökur

14.038

34.780

9.579

16.246

49.745

   Innanlands

12.661

11.228

5.305

8.146

46.411

   Erlendis

1.377

23.552

4.274

8.100

3.334

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

760

9.828

3.591

2.890

-27.470

 

 Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 218 ma.kr. á fyrri helmingi þessa árs. Það er 29 ma.kr meira en á sama tíma í fyrra, eða 15,8% aukning sé óreglulegum tekjum sleppt. Ef tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur aukningin 21,3%. Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um tæplega 14% að nafnvirði. Á sama tíma hækkaði almennt verðlag um 5,7% og raunaukning skatttekna og tryggingargjalda var því rúm 8%. Aukning annarra rekstrartekna um 44% milli ára skýrist af arðgreiðslum sem greiddar voru vegna Landsímans í fyrra en ekki á þessu tímabili.

 Skattar á tekjur og hagnað námu 77,2 ma.kr. og jukust um 12 ma.kr. frá síðasta ári, eða 18,8%. Þar af jókst tekjuskattur einstaklinga um 15,2%, tekjuskattur lögaðila hækkaði um 30% (þá er leiðrétt fyrir fyrrgreindri tilfærslu) og fjármagnstekjuskattur hækkaði um 49%. Innheimt tryggingagjöld jukust um 10% milli ára, og héldust í hendur við hækkun launavísitölu á sama tíma. Innheimta eignarskatta nam 5,5 ma.kr. sem er sama upphæð og í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 4,3 ma.kr. en innheimta þeirra á árinu hefur aukist um 300 milljónir frá fyrra ári.       

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 90,8 ma.kr. á fyrri helmingi ársins og jókst um 11% að nafnvirði frá fyrra ári og 5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Tekjur af virðisaukaskatti hafa aukist um rúm 15% sem jafngildir rúmlega 9% raunaukningu. Vegna lagabreytingar sem felur í sér rýmri greiðslufrest á virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum fer marktækni samanburðar við fyrra ár eftir því hvaða tímabil innan ársins er til skoðunar en sé litið á hreyfanlegt meðaltal nokkurra mánuða kemur fram að verulega hefur hægt á raunvexti tekna af sköttum sem lagðir eru á vöru og þjónustu. Af helstu einstökum liðum veltutengdra skatta er stærsta aukningin í sköttum á olíu og þungaskatti. Mesta lækkun tekna er af vörugjöldum af ökutækjum en þau skiluðu 19,4% minni tekjum en á sama tíma í fyrra.  Nýskráningar bifreiða á fyrri helmingi ársins voru 21,5% færri en á sama tíma 2006. Nýskráning bifreiða er þó að taka við sér og var júní þriðji hæsti mánuðurinn frá upphafi.

 Greidd gjöld nema 175, ma.kr. og hækka um 22 ma.kr. milli ára, eða 14,6%. Mest aukning er vegna almannatrygginga og velferðarmála 5,4 ma.kr. og vegna efnahags- og atvinnumála 4,9 ma.kr.  Greiðslur vegna almennrar opinberrar þjónustu hækka um 4,4 ma.kr. milli ára, greiðslur vegna heilbrigðismála hækka um 4 ma.kr. milli ára og menntamál um 2,3 ma.kr.  Vaxtagreiðslur hækka um 2,1 ma.kr.

Lántökur ársins nema 49,7 ma.kr. og hækka um 33,5 ma.kr. milli ára, mest vegna 26,9 ma.kr. lántöku vegna kaupa á Landsvirkjun. 

2 ma.kr. voru greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs.  Staða á sjóðs- og bankareikningum versnaði um 27,5 ma.kr.  á fyrstu 6 mánuðum ársins.

 

Tekjur ríkissjóðs janúar – júní 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2005

2006

2007

Skatttekjur og tryggingagjöld

148.057

172.169

196.121

 

18,7

16,3

13,9

Skattar á tekjur og hagnað

48.725

65.047

77.264

 

15,5

33,5

18,8

Tekjuskattur einstaklinga

34.156

38.315

44.126

 

10,3

12,2

15,2

Tekjuskattur lögaðila

4.820

12.787

12.383

 

-1,2

165,3

-3,2

Skattur á fjármagnstekjur

9.750

13.945

20.756

 

54,2

43,0

48,8

Eignarskattar

7.497

5.449

5.494

 

56,8

-27,3

0,8

Skattar á vöru og þjónustu

74.415

81.743

90.767

 

18,9

9,8

11,0

Virðisaukaskattur

52.290

56.145

64.697

 

21,0

7,4

15,2

Vörugjöld af ökutækjum

5.120

5.879

4.736

 

76,3

14,8

-19,4

Vörugjöld af bensíni

3.887

4.265

4.334

 

-1,2

9,7

1,6

Skattar á olíu

2.603

2.903

3.278

 

14,5

11,5

12,9

Áfengisgjald og tóbaksgjald

5.129

5.338

5.615

 

6,3

4,1

5,2

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

5.386

7.213

8.106

 

-1,5

33,9

12,4

Tollar og aðflutningsgjöld

1.511

1.601

2.292

 

5,7

5,9

43,2

Aðrir skattar

337

375

513

 

.

11,1

37,0

Tryggingagjöld

15.571

17.955

19.790

 

15,8

15,3

10,2

Fjárframlög

234

306

470

 

37,7

30,9

53,6

Aðrar tekjur

17.010

10.065

14.536

 

95,7

-40,8

44,4

Sala eigna

239

287

6.787

 

-

-

-

Tekjur alls

165.539

182.826

217.913

 

23,9

10,4

19,2



  

Gjöld ríkissjóðs janúar – júní 2007

 

Milljónir króna

 

Breyting frá fyrra ári, %

 

2005

2006

2007

 

2006

2007

Almenn opinber þjónusta

26.349

20.689

25.102

 

-21,5

21,3

Þar af vaxtagreiðslur

14.393

6.728

8.850

 

-53,3

31,5

Varnarmál

160

266

303

 

66,2

14,0

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

5.347

6.979

7.833

 

30,5

12,2

Efnahags- og atvinnumál

12.176

19.038

23.921

 

56,4

25,6

Umhverfisvernd

1.418

1.679

1.714

 

18,4

2,1

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

215

204

220

 

-5,1

8,1

Heilbrigðismál

38.357

41.176

45.156

 

7,3

9,7

Menningar-, íþrótta- og trúmál

6.406

6.855

8.095

 

7,0

18,1

Menntamál

16.123

18.219

20.241

 

13,0

11,1

Almannatryggingar og velferðarmál

29.905

33.617

39.016

 

12,4

16,1

Óregluleg útgjöld

3.433

4.440

3.909

 

29,3

-12,0

Gjöld alls

139.890

153.160

175.509

 

9,5

14,6



 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta