Lyfjastofnun færði velferðarráðuneytinu lyfjaskáp
Einar Magnússon lyfjamálastjóri og Margrét Björnsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu gæða og forvarna í velferðarráðuneytinu veittu skápnum viðtöku þegar Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar og Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar og verkefnastjóri átaksins; Lyfjaskil - taktu til! komu færandi hendi.
Læstir lyfjaskápar eru nauðsynlegir til að tryggja örugga geymslu lyfja og ættu að vera til jafnt á heimilum fólks og vinnustöðum.