Hoppa yfir valmynd
3. mars 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Áskorun um að hefja hópleit að ristilkrabbameini

Jakob og Kristján Þór
Jakob og Kristján Þór

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tók í dag á móti fulltrúum tólf fagfélaga og sjúklingafélaga sem afhentu honum áskorun til stjórnvalda um að hefja strax hópleit að ristilkrabbameini. Ráðherra og Jakob Jóhannsson, formaður Krabbameinsfélagsins, notuðu tilefnið til að minna á árvekniátakið Mottumars og skörtuðu skeggi við þetta tækifæri.

Í áskoruninni kemur fram að ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og ein algengasta dánarorsökin af völdum krabbameins. Að meðaltali greinast um 140 einstaklingar á ári og tíðnin hefur þrefaldast hjá körlum á síðustu hálfri öld. Árlega deyja um 5055 manns af völdum þessa sjúkdóms. Félögin sem afhentu heilbrigðisráðherra áskorunina í dag leggja áherslu á gildi forvarna og skimunar fyrir ristilkrabbameini því oft er hægt að koma í veg fyrir það með skipulagðri hópleit.

Mottumars, áverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hófst formlega 1. mars og eru allar upplýsingar um átakið og þátttöku í því á vef Krabbameinsfélagsins. Þar kemur fram að ár hvert greinast um 750 íslenskir karlar með krabbamein, en þriðji hver karl getur búist við að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Nú eru á lífi um 5.500 karlar sem fengið hafa krabbamein og lífshorfurnar hafa batnað mikið. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 66% vænst þess að lifa svo lengi.

Fulltrúar félaganna ásamt heilbrigðisráðherra


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta