Uppgjör aukaframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2009
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt endurskoðaða tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun og uppgjör á 1.000 milljóna króna aukaframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2009.
Framlaginu er ætlað að bæta rekstrarlega stöðu viðkomandi sveitarfélaga.
Úthlutunin byggist á reglum nr. 862/2009. Við úthlutun framlagsins er tekið mið af íbúaþróun og þróun heildartekna í sveitarfélögum á tilteknu árabili, lágum meðaltekjum og útgjaldaþörf fjölkjarna sveitarfélaga.
Aukaframlagið er greitt sveitarfélögum í tvennu lagi. Í október síðastliðinn komu 750 milljónir króna til greiðslu. Uppgjörsgreiðsla framlagsins að fjárhæð 250 milljónir króna fer fram fyrir áramót.